Ferguson kærður fyrir ummælin

Alex Ferguson á hliðarlínunni.
Alex Ferguson á hliðarlínunni. Reuters

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Alex Ferguson fyrir ósæmilegt orðbragð í garð Martins Atkinsons dómara eftir leik Manchester United og Chelsea síðasta þriðjudag.

Ferguson var harðorður í garð Atkinsons í viðtali við sjónvarpsstöð United, MUTV. „Maður vill fá sanngjarnan dómara, eða allavega góðan dómara, en svo var ekki. Ég verð að segja eins og er að þegar ég sá hver átti að dæma leikinn, óttaðist ég hið versta,"sagði Ferguson í umræddu viðtali.

Ferguson hefur fengið frest til klukkan 16 næsta þriðjudag til að svara aganefndinni. Hann er þegar með yfirvofandi skilyrt bann sem hann var úrskurðaður í á síðasta ári. Þá fékk Ferguson fjögurra leikja bann fyrir orðbragð í garð Alans Wileys dómara, en tók út tvo leiki og hinir tveir voru skilyrtir. Ferguson gæti því fengið þá tvo leiki í hausinn núna, auk banns vegna orðanna í garð Atkinsons.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert