Wenger: Hefðum unnið einvígið 11 á móti 11

Cesc Fabregas þakkar stuðningsmönnum Arsenal stuðninginn og fyrir aftan hann …
Cesc Fabregas þakkar stuðningsmönnum Arsenal stuðninginn og fyrir aftan hann fagna leikmenn Barcelona. Reuters

,,Við töpuðum fyrir stórkostlegu liði, besta liði í Evrópu, en ég er sannfærður um að ef við hefðum spilað 11 á móti 11 þá hefðum við unnið þetta einvígi. Það var rangur dómur að vísa Robin van Persie útaf og hrikalega svekkjandi. Þetta réði úrslitunum," sagði Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal eftir leikinn gegn Barcelona í kvöld.

,,Við náðum að verjast mjög vel í fyrri hálfleiknum og seinni hálfleikurinn hefði orðið mjög áhugaverður ef við hefðum spilað 11 á móti 11. Ég skil ekki hvernig dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að spjalda Persie. Í svona mikilvægum leik og í þessum mikla hávaða þá held ég að þessi dómari hafi aldrei spilað fótbolta miðað við hvað hann gerði. Ég sagði honum það sem mér fannst um þetta,“ sagði Wenger sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert