Redknapp: Heimskulegt hjá Rooney

Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Reuters

Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham segir að Wayne Rooney framherji Manchester United hæfi sýnt afar heimskulagt athæfi þegar hann blótaði og ragnaði fyrir framan myndavélarnar eftir að hafa komið United í 3:2 í leiknum á móti West Ham á laugardaginn.

Rooney var kærður í dag af enska knattspyrnusambandinu og að öllu óbreyttu missir hann af leiknum gegn Fulham um næstu helgi og síðan af undanúrslitaleiknum á móti Manchester City í bikarnum.

,,Ég hef ekki heyrt hvað hann sagði en ég hef lesið það sem stóð í blöðunu. Ég veit ekki af hverju hann gerði þetta. Ég minnist þess ekki að Bobby Charlton hafi gert svona eftir að hafa skorað með þrumuskotum af um 30 metra færi,“ sagði Redknapp við fréttamenn í kvöld fyrir leik Tottenham og Real Madrid í Meistaradeildinni sem fram fer í Madrid á morgun.

,,Af hverju þurfa þessir ungu leikmenn að vera svona vondir út í heiminn? Ég veit ekki hvers vegna. Þeir eru að fá hundruðir þúsundir punda á viku. Ég ber mikla virðingu fyrir Rooney sem leikmanni en hann sýndi þarna heimsku og hefði ekki átt að gera þetta.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert