Manchester City bikarmeistari 2011

Yaya Toure er hér að tryggja Manchester City sigurinn.
Yaya Toure er hér að tryggja Manchester City sigurinn. Reuters

Manchester City var rétt í þessu að verða enskur bikarmeistari í knattspyrnu eftir sigur á Stoke, 1:0, í úrslitaleik á Wembley. Það var Yaya Toure sem tryggði City sigurinn og langri eyðimerkurgöngu þeirra ljósbláu er lokið. Þetta er fyrsti stóri titillinn sem liðið vinnur í 35 ár en bikarinn vann City síðast árið 1969.

90. Leik lokið með 1:0 sigri Manchester City. Það verður fjör í Manchesterborg í kvöld en Manchester United varð fyrr í dag Englandsmeistari.

74. MARK!! Yaya Toure er búinn að koma Manchester City yfir en eftir mikinn atgang í vítateig Stoke barst boltinn til Fílabeinsstrandarmannsins sem þrumaði boltanum í netið. Stuðningsmenn Manchester City ærast af fögnuði. Gleymum því ekki að City hefur ekki unnið stóran titil í 35 ár. Toure skoraði sem kunnugt er sigurmarkið gegn Manchester United í undanúrslitunum.

62. Kenwyne Jones komst óvænt í gott færi en skot hans af stuttu færi varði Joe Hart vel. Stoke hefur smátt og smátt verið að koma inn í leikinn.

45. Hálfleikur á Wembley þar sem staðan er, 0:0. City hefur verið töluvert betri aðilinn og alveg víst að Tony Pulis á eftir að messa vel yfir sínum mönnum í leikhléinu.

35. David Silva fékk dauðafæri en skot Spánverjans rétt utan markteigsins fór í grasið og þaðan yfir markið.

23. Mario Balotelli framherji City var ekki langt frá því að skora fyrsta markið en þrumufleygur hans fór rétt yfir markið. City er klárlega sterkari aðilinn.

10. Manchester City hefur byrjað miklu betur og ekki laust við að einhver taugaveiklun sé til staðar hjá leikmönnum Stoke. Knattspyrnustjórinn Tony Pulis hafði fataskipti eftir þjóðsönginn. Hann var snöggur að koma sér úr jakkafötunum og er komið í íþróttabuxur, í stuttermabol og með derhúfuna góðu.

Man City: Hart, Richards, Kolarov, Kompany, Lescott, De Jong, Barry, Yaya, Silva, Balotelli, Tévez.

Stoke: Sorensen, Wilkinson, Shawcross, Huth, Wilson, Pennant, Whelan, Delap, Etherington, Walters, Jones.

Aleksandar Kolarov og Vincent Kompany í baráttu við Jonathan Walters …
Aleksandar Kolarov og Vincent Kompany í baráttu við Jonathan Walters á Wembley í dag. Reuters
Stuðningsmaður Stoke á Wembley.
Stuðningsmaður Stoke á Wembley. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert