Wenger: Barton hefði þá líka átt að fá rautt

Arsene Wenger var ekki ánægður með dómgæsluna í dag.
Arsene Wenger var ekki ánægður með dómgæsluna í dag. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal var ekki ánægður með að Gervinho skyldi fá rautt spjald í leiknum gegn Newcastle í dag eftir viðskipti sín við Joey Barton.

Gervinho féll við í vítateignum og vildi fá vítaspyrnu en fékk ekki. Barton kom þá, öskraði á hann og kippti í treyju Fílabeinsstrendingsins. Gervinho kippti í Barton á móti og endaði svo á að slá Barton og fékk rauða spjaldið fyrir. Barton fékk aðeins gult spjald.

„Mér fannst Gervinho ekki eiga skilið að fá rautt spjald. Hann [dómarinn] ætti að gefa báðum leikmönnunum rautt spjald eða báðum gult. Ég held að dómarinn hafi ekki séð atvikið og aðstoðardómarinn sá það illa. Ég er handviss um að dómarinn sá ekki atvikið og þess vegna væri ég til í að vita hver tók ákvörðunina,“ sagði Wenger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert