Liverpool fjórða eftir sigur á Everton

Martin Atkinson rekur Jack Rodwell af velli á 23. mínútu.
Martin Atkinson rekur Jack Rodwell af velli á 23. mínútu. Reuters

Liverpool lyfti sér uppí fjórða sætið eftir sigur á nágrönnunum í Everton, 2:0, í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Goodison Park, heimavelli Everton.

Jack Rodwell hjá Everton fékk rauða spjaldið strax á 23. mínútu og ekki var annað að sjá en það væri vafasamur dómur. Liverpool fékk vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks en Tim Howard varði frá Dirk Kuyt. Andy Carroll kom Liverpool loks yfir á 71. mínútu og Luis Suárez innsiglaði sigurinn.

Liverpool er þá með 13 stig í fjórða sætinu, á eftir Manchester-liðunum sem eru með 16 stig og Chelsea sem er með 13 stig.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90. Leik lokið með sigri Liverpool.

90. Dirk Kuyt skýtur í stöngina á marki Everton úr þröngu færi"

82. MARK - 0:2. Luis Suárez bætir við marki fyrir Liverpool. Hann leikur inní  vítateiginn, missir boltann til Sylvain Distain sem hinsvegar spyrnir honum beint í Suárez aftur. Úrúgvæinn þakkar fyrir sig og rennir boltanum í netið.

71. MARK - 0:1. Andy Carroll skorar fyrir Liverpool af skoti frá markteig eftir sendingu frá José Enrique frá endamörkum vinstra megin.

70. Enn markalaust á Goodison Park þrátt fyrir að leikmenn Liverpool séu manni fleiri. Steven Gerrard og Craig Bellamy eru komnir inná hjá Liverpool, í staðinn fyrir Charlie Adam og Stuart Downing.

45. Dirk Kuyt er fyrsti leikmaðurinn sem nýtir ekki vítaspyrnu í grannaslag Everton og Liverpool frá árinu 2001 en þá var það Robbie Fowler sem náði ekki að skora fyrir Liverpool af punktinum.

45. HÁLFLEIKUR - Örstuttu áður en Martin Atkinson flautar til hálfleiks á Charlie Adam mikinn þrumufleyg af 20 m færi í þverslána á marki Everton. Staðan 0:0 í hálfleik og leikmenn Everton manni færri frá 23. mínútu.

44. VÍTI VARIÐ - Vítaspyrna á Goodison Park þegar Phil Jagielka brýtur klaufalega á Luis Suárez. Dirk Kuyt tekur spyrnuna og getur skorað sitt 50. mark fyrir Liverpool en Tim Howard gerir sér lítið fyrir og ver spyrnuna. Fyrsta vítaspyrnan sem Kuyt nýtir ekki fyrir Liverpool.

23. RAUTT SPJALD - Jack Rodwell, leikmaðurinn ungi hjá Everton, er rekinn af velli eftir viðskipti við Luis Suárez, sem liggur eftir. Hörkutækling en hefði aldrei verðskuldað rautt spjald. Rangur dómur, virðist vera.

20. Ekkert mark ennþá en mikill hraði og barátta eins og við mátti búast. Bæði lið hafa fengið eitt gott færi, á sömu mínútunni. Luis Suárez skallaði beint á Tim Howard markvörð Everton úr dauðafæri og síðan varði Pepe Reina skalla frá Tim Cahill.

1. Leikurinn er hafinn á Goodison Park en þetta er 216. viðureign grannliðanna frá því þau mættust fyrst árið 1894.

Liverpool er í fimmta sæti deildarinnar eftir sex umferðir með 10 stig en Everton er í 11. sætinu með 7 stig.

Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Distin, Baines, Coleman, Fellaini, Rodwell, Osman, Cahill, Saha.
Varamenn: Mucha, Biljaletdinov, Drenthe, Stracqualursi, Neville, Barkley, Vellios.

Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Skrtel, Jose Enrique, Kuyt, Lucas, Adam, Downing, Suárez, Carroll.
Varamenn: Doni, Gerrard, Henderson, Coates, Spearing, Flanagan, Bellamy.

Jack Rodwell fer í tæklinguna á Luis Suárez en hann …
Jack Rodwell fer í tæklinguna á Luis Suárez en hann fékk rauða spjaldið í kjölfarið. Martin Atkinson dómari gat ekki verið betur staðsettur! Reuters
Jack Rodwell hjá Everton og José Enrique hjá Liverpool eigast …
Jack Rodwell hjá Everton og José Enrique hjá Liverpool eigast við í leiknum í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert