Hvað gerir Ferguson við Vidic?

Vidic fagnar marki.
Vidic fagnar marki. Reuters

Leiks Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fer á Anfield í hádeginu á morgun er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu enda ávallt frábærir leikir á milli þessara erkifjenda.

Sir Alex Ferguson, stjóri United, á eftir að gera það upp við sig hvort fyrirliðinn Nemanja Vidic sé kominn í nægilega gott stand til að byrja en Serbinn lék sinn fyrsta leik í tvo mánuði í vikunni þegar hann lék með Serbum í undankeppni EM.

Tom Cleverley og Rafael eru báðir á sjúkralistanum hjá United en að öðru leyti getur Ferguson stillt upp sínu sterkasta liði. Spurningin er hvort hann tefli Vidic fram eða treysti á Jonny Evans, sem hefur spilað ágætlega í byrjun tímabilsins.

,,Þetta er stórleikur og allir leikmenn mínir hlakka mjög mikið til þessa leiks. Fyrir mér eru leikir Manchester United og Liverpool þeir stærstu á hverju tímabili,“ segir Ferguson á vef Manchester United.

Spurður út í möguleika Liverpool á meistaratitlinum sagði Ferguson; ,,Fjögur til fimm félög munu gera atlögu að titlinum og maður hefur alltaf Liverpool með í þeirri baráttu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert