Heiðar maður leiksins - Fékk mikið hrós

Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Reuters

Heiðar Helguson var valinn maður leiksins hjá netmiðlinum goal.com fyrir frammistöðuna með QPR á móti Stoke. Heiðar skoraði tvö mörk í 3:2 sigri liðsins en Dalvíkingurinn gerði ekki bara usla í vörn Stoke heldur varðist hann vel og var afar duglegur og baráttuglaður.

Heiðar fékk langhæstu einkunn allra leikmanna á vellinum en hann fékk 8. Næstur kom samherji hans, Luke Young, sem fékk 7.

Neil Warnock knattspyrnustjóri QPR hrósaði Heiðar í hástert eftir leikinn.

,,Mér fannst Heiðar frábær í leiknum og góð fyrirmynd fyrir okkar lið. Hann fékk kúlu á kinnbeinið eftir samstuð í byrjun leiks sem var á stærð við golfkúlu en hann lét það ekkert fá á sig. Hann var gríðarlega góður í leiknum bæði í sókninni og vörninni,“ sagði Warnock eftir leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert