Heiðar ekki með QPR gegn Liverpool

Heiðar Helguson er ekki með QPR í dag.
Heiðar Helguson er ekki með QPR í dag. Reuters

Heiðar Helguson er ekki í leikmannahópi QPR sem ferðast til Bítlaborgarinnar og leikur við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15. Ekki kemur fram á heimasíðu félagsins af hverju Heiðar er ekki í liðinu en hann er sagður eiga við meiðsl að stríða. Hann hefur skorað sex mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Hjá Liverpool eru þeir Maxi Rodriguez og Dirk Kuyt í byrjunarliðinu á kostnað Craigs Bellamys og Andys Carrolls. 

Liverpool: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Jose Enrique, Maxi, Adam, Henderson, Downing, Suarez, Kuyt. Varamenn: Doni, Carroll, Coates, Carragher, Shelvey, Kelly, Bellamy.
QPR: Cerny, Young, Gabbidon, Ferdinand, Traore, Mackie, Barton, Faurlin, Wright-Phillips, Smith, Bothroyd. Varamenn: Putnins, Orr, Hill, Derry, Campbell, Buzsaky, Connolly.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert