Arsenal skellti Tottenham - Giggs hetja United

Paul Scholes er hér að skalla boltann í netið.
Paul Scholes er hér að skalla boltann í netið. Reuters

Arsenal og Manchester United höfðu betur gegn andstæðingum sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arsenal lagði granna sína í Tottenham, 5:2, eftir að hafa lent 2:0 undir og United marði Norwich, 2:1, þar sem Ryan Giggs skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í sínum 900. leik fyrir félagið.

15.27 Leik Arsenal og Tottenham er lokið með 5:2 sigri Arsenal.

15.23 Leik Norwich og Manchester United er lokið með 2:1 sigri Manchester United.

15.21 Scott Parker, miðjumanni Tottenham, var vikið af velli.

15.20 MARK!! Ryan Giggs er að koma United yfir í uppbótartíma í 900. leik sínum.

15.15 Danny Welbeck fékk algjört dauðafæri en hann hitti ekki boltann með höfðinu fyrir opnu marki.

15.12 MARK!! Framherjinn Grant Holt var að jafna metin fyrir Norwich með þrumuskoti upp í hornið. Staðan, 1:1.

15.01 Leikur Stoke og Swansea er hafinn á Britannia-vellinum í Stoke þar sem Gylfi Þór Sigurðsson er í liði Swansea.

15.01 MARK!! Theo Walcott var að skora sitt annað mark og koma Arsenal í 5:2. Vörn Tottenham er í algjörum molum.

14.58 MARK!! Arsenal er búið að skora fjögur mörk í röð og er 4:2 yfir. Theo Walcott skoraði fjórða mark heimamanna.

14.53 Danny Welbeck hefði átt að koma United í 2:0. Hann komst einn á móti markverði Norwich. Welbeck vippaði boltanum yfir hann en varnarmanni Norwich tókst að bjarga frá marklínunni.

14.44 Arsenal er komið í 3:2 gegn Tottenham í frábærum fótboltaleik. Tékkinn Tomas Rosicky skoraði eftir laglega sókn. Þetta er hans fyrsta mark á tímabilinu.

14.16 MARK!! Arsenal er búið að jafna metin. Robin  van Persie skoraði með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs. 23 mark Hollendingsins í deildinni.

14.14 MARK!! Arsenal er búið að minnka muninn í 2:1. Bakvörðurinn Bacary Sagna skoraði með skalla. Markið hjá Arsenal var búið að liggja lengi í loftinu.

14.06 MARK!! Tottenham er komið í 2:0. Emmanuel Adebayor skoraði af öryggi úr vítaspyrnu gegn sínum gömlu félögum. Vítaspyrnan var dæmd á Szczesny, markvörð Arsenal, fyrir brot á Gareth Bale. Afar strangur dómur.

13.59 David de Gea kom Manchester United til bjargar þegar hann varði glæsilega með fætinum skoti frá Pilkington.

13.55 Robin van Persie hefur í tvígang verið nálægt því að jafna metin fyrir Arsenal en staðan á Emirates Stadium er, 1:0, fyrir Tottenham.

13.37 MARK!! Paul Scholes var að koma Manchester United yfir gegn Norwich. Scholes skoraði með skalla eftir fína fyrirgjöf frá Nani.

13.36 MARK!! Tottenham er komið í 1:0 gegn Arsenal. Frakkinn Luis Saha skoraði markið eftir mistök í vörn Tottenham. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Arsenal og skrúfaðist yfir Szczesny, markvörð Arsenal.

13.30 Flautað til leiks í báðum leikjunum.

Arsenal: Szczesny, Sagna, Koscielny, Vermaelen, Gibbs, Song, Arteta, Walcott, Rosicky, Benayoun, Van Persie. Varamenn: Fabianski, Park, Oxlade-Chamberlain, Jenkinson, Gervinho, Chamakh, Miquel.

Tottenham: Friedel, Walker, Kaboul, King, Assou-Ekotto, Kranjcar, Parker, Modric, Bale, Adebayor, Saha. Varamenn: Cudicini, Lennon, Van der Vaart, Defoe, Dawson, Rose, Sandro.

Norwich:Ruddy, Naughton, Ward, Whitbread, Drury, Pilkington, Johnson, Fox, Surman, Holt, Jackson. Varamenn: Steer, Morison, Crofts, Hoolahan, Bennett, Barnett, Wilbraham.

Man Utd: De Gea, Jones, Ferdinand, Evans, Evra, Nani, Carrick, Scholes, Giggs, Welbeck, Hernandez. Varamenn: Amos, Berbatov, Smalling, Park, Young, Fabio Da Silva, Rafael Da Silva.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert