Ivanovic sló leikmann Wigan (myndskeið)

Branislav Ivanovic fagnar eftir að hafa skorað fyrra mark Chelsea …
Branislav Ivanovic fagnar eftir að hafa skorað fyrra mark Chelsea í leiknum við Wigan. Reuters

Branislav Ivanovic, serbneski varnarmaðurinn hjá Chelsea, á yfir höfði sér leikbann eftir að í ljós kom að hann sló Shaun Maloney, leikmann Wigan, á lokamínútunum í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.

Staðan var 1:1 undir lok leiksins þegar atvikið átti sér stað skammt fyrir utan vítateig Chelsea, en í næstu sókn skoraði Juan Mata sigurmark Chelsea. Mike Jones dómari sá ekki það sem gerðist þó hann væri skammt undan en hann var að fylgjast með því sem átti sér stað í vítateig Chelsea á sama tíma.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins mun væntanlega skoða myndband af atvikinu í dag og ekki er ólíklegt að Ivanovic fái þriggja leikja bann fyrir athæfið. Hann myndi þá missa af undanúrslitum bikarsins gegn Tottenham og deildaleikjum gegn Arsenal og QPR.

Hér má sjá atvikið:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert