Rooney á fallegasta markið í sögu úrvalsdeildarinnar (myndskeið)

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Reuters

Markið sem Wayne Rooney framherji Manchester United skoraði með hjólhestaspyrnu gegn Manchester City í febrúar á síðasta ári hefur verið valið fallegasta mark í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Í tilefni að því að 20 ár eru liðin frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar voru 10 mörk tilnefnd sem fallegustu mörkin og varð mark Rooneys hlutskarpast í kjörinu.

Markið hjá Rooney hafði betur gegn marki sem David Beckham skoraði fyrir Manchester United gegn Wimbledon með því að skjóta boltanum yfir markvörðinn frá miðju vallarins árið 1996 og marki sem Thierry Henry skoraði fyrir Arsenal með viðstöðulausu skoti gegn Manchester United árið 2000.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert