Rodgers vill taka Gylfa og Allen með til Liverpool

Gylfi Þór í leik með Swansea.
Gylfi Þór í leik með Swansea. Ljósmynd/www.swanseacity.net

Enskir fjölmiðlar, þar á meðal Daily Mail, telja víst að Brendan Rodgers muni reyna að krækja í Gylfa Þór Sigurðsson og taka hann með sér til Liverpool en Rodgers verður kynntur til leiks sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool í fyrramálið.

Félagaskipti Gylfa frá Hoffenheim til Swansea fóru í uppnám þegar Rodgers ákvað að taka tilboði Liverpool og nær öruggt er að Rodgers muni freista þess að fá Gylfa enda hefur hann hrifist af frammistöðu íslenska landsliðsmannsins undir sinni stjórn hjá Swansea.

Swansea-menn óttast að Rodgers muni einnig reyna að fá miðjumanninn Joe Allen en að því er fram kemur í Daily Mail þyrfti Liverpool að punga út 10 milljónum punda fyrir leikmanninn, sem er 22 ára gamall og afar hæfileikaríkur leikmaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert