Davies á leið til Liverpool?

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. AFP

Mark Davies, leikmaður Bolton, gæti verið á leið til Liverpool en í vefútgáfu enska blaðsins Mirror í kvöld er greint frá því að Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hafi augastað á Davies og vilji fá hann á Anfield í staðinn fyrir Gylfa Þór Sigurðsson.

Rodgers ætlaði að fá Gylfa til Liverpool en hann er á leið til Tottenham og er reiknað með að hann verði kynntur til sögunnar í næstu viku.

Rodgers hefur verið aðdáandi Davies og reyndi að fá hann til liðs við sig þegar hann var við stjórnvölinn hjá Swansea. Hann er metinn á um 6 milljónir punda en Davies, sem er 24 ára, skoraði 4 mörk fyrir Bolton í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert