Liverpool að landa Borini

Fabio Borini.
Fabio Borini. AFP

Það stefnir allt í að ítalski framherjinn Fabio Borini verði fyrsti leikmaðurinn sem Brendan Rodgers fær til Liverpool frá því hann var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins í síðasta mánuði.

Borini er samningsbundinn Parma en var í láni hjá Roma síðustu leiktíð og skoraði 11 mörk fyrir liðið í ítölsku A-deildinni. Fjölmiðlar á Englandi greina frá því að samningar á milli Liverpool og Parma um kaupin séu á lokastigi og er talið að Liverpool greiði 8 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem var í landsliðshópi Ítala á EM en kom ekkert við sögu.

Rodgers þekkir vel til Borini en hann lék undir stjórn Rodgers hjá Swansea í ensku B-deildinni tímabilið 2010-11. Hann lék 12 leiki með liðinu og skoraði 6 mörk og þá var Ítalinn í unglingaliði Chelsea fyrir nokkrum árum sem Rodgers þjálfaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert