Saha yfirgefur Tottenham

Louis Saha er hér að skora fyrir Tottenham.
Louis Saha er hér að skora fyrir Tottenham. AFP

Franski sóknarmaðurinn Louis Saha er einn sex leikmanna sem Tottenham hefur ákveðið að losa sig við í sumar.

Saha kom til Tottenham án greiðslu frá Tottenham í félagaskiptaglugganum í janúar á þessu ári. Hann kom við sögu í níu leikjum Lundúnaliðsins í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim þrjú mörk.

Saha, sem er 33 ára gamall, lék með Everton frá 2008-2012 en var þar á undan í herbúðum Manchester United frá 2004-2008 og með Fulham lék hann frá 2000-2004.

Auk Saha kveðja þeir Ben Alnwick, Oscar Jansson, Kudus Oyenuga, Mirko Ranieri og Jesse Waller Lassen lið Tottenham að því er fram kemur á vef félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert