Meistararnir unnu QPR á heimavelli

Samir Nasri með boltann í leiknum í dag.
Samir Nasri með boltann í leiknum í dag. AFP

Manchester City vann QPR, 3:1, í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og er komið upp í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig.

Fyrri hálfleikurinn var algjör einstefna að marki QPR en meistararnir náðu aðeins að skora eitt mark. Það gerði Yaya Toure með skoti úr teignum eftir mikla pressu City-manna.

Í seinni hálfleik refsaði QPR heimamönnum fyrir að nýta ekki færin sín þegar Bobby Zamora jafnaði metin, 1:1, á 59. mínútu.

Það stóð þó ekki lengi því Edin Dzeko skoraði tveimur mínútum síðar eftir sendingu frá Carlos Tévez en Argentínumaðurinn bætti svo við þriðja marki Man. City í uppbótartíma.

QPR er með eitt stig að loknum þremur umferðum.

Man. City - QPR 3:1
(Yaya Toure 16, Edin Dzeko 61., Carlos Tévez 90.+3 – Bobby Zamora 59.) 

90.+5 LEIK LOKIÐ

90.+3 MARK - 3:1. Edin Dzeko með ömurlegt skot að marki en Carlos Tévez er á tánum og stýrir boltanum í netið. Sigurinn gulltryggður.

61. MARK - 2:1. Man. City svarar um hæl. Carlos Tévez gefur boltann fyrir á Edin Dzeko sem skorar með skalla af stuttu færi.

59. MARK - 1:1. Meisturunum refsað fyrir að nýta ekki færin. Andy Johnson á fast skot á mark sem Joe Hart ver en boltinn fellur fyrir framan markið og Bobby Zamora á ekki í vandræðum með að skalla knöttinn í netið af meters færi.

46. Seinni hálfleikurinn er hafinn.

45. HÁLFLEIKUR - 1:0. QPR heppið að vera inní leiknum ennþá.

16. MARK - 1:0. Það hlaut að koma að því. Yaya Toure skorar með föstu skoti eftir sjöttu hornspyrnu meistaranna. QPR ekki komist yfir miðju.

0. Leikurinn er hafinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert