Steve Kean hættur hjá Blackburn

Kean hefur verið mjög umdeildur hjá Blackburn og margir stuðningsmenn …
Kean hefur verið mjög umdeildur hjá Blackburn og margir stuðningsmenn liðsins viljað losna við hann. Reuters

Steve Kean, knattspyrnustjóri Blackburn, hefur látið af störfum hjá liðinu en hann segist hafa verið neyddur til þess að hætta.

Í yfirlýsingu segir Kean að staða hans innan félagsins hafi verið óviðunandi en eigendur félagsins, indversku kjúklingabændurnir úr Venkys-fjölskyldunni, funduðu með Kean eftir 2:1-tap liðsins gegn Middlesbrough um helgina.

Kean sagði fyrr í dag að þær viðræður hefðu verið jákvæðar og uppbyggjandi en hljóðið er annað í Steve Kean núna.

Undir stjórn Keans féll Blackburn úr ensku úrvalsdeildinni í vor en liðið hefur byrjað ágætlega í B-deildinni þar sem það er með 14 stig eftir fyrstu sjö umferðirnar.

Blackburn er í þriðja sæti í B-deildinni á eftir Brighton og Huddersfield.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka