Di Matteo: Mikel með hausinn í lagi

Di Matteo er sáttur við ákvörðun sína.
Di Matteo er sáttur við ákvörðun sína. AFP

Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, ver þá ákvörðun sína að láta Nígeríumanninn Jon Obi Mikel spila í deildabikarleik liðsins gegn Manchester United í gærkvöldi en Chelsea vann leikinn, 5:4, eftir framlengingu.

Fyrr um daginn kvartaði Chelsea formlega yfir dómaranum Mark Clattenburg sem sagður er hafa notast við óviðeigandi orðbragð í garð Mikel í leik sömu liða í úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag.

„Ég hef talað við mína menn á undanförnum dögum og gekk úr skugga um að þeir væru allir með hausinn í lagi og gætu spilað leikinn. Ég var ekki í neinum vafa um að velja það lið sem ég vildi spila með,“ segir Roberto Di Matteo.

„„Mikel einbeitir sér alfarið að fótboltanum. Ég myndi ekki spila honum ef svo væri ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert