Aron Einar lagði upp mark í sigri

Aron Einar Gunnarsson fagnaði sigri í dag.
Aron Einar Gunnarsson fagnaði sigri í dag. Ljósmsynd/Sakis Savvides

Aron Einar Gunnarsson og Heiðar Helguson fögnuðu sigri í Íslendingaslagnum þegar Wolves og Cardiff mættust í ensku B-deildinni í dag. Cardiff vann 2:1 sigur með mörkum frá Fraizer Campbell sem kom til félagsins í janúar frá Sunderland.

Bakary Sako minnkaði muninn fyrir Wolves 20 mínútum fyrir leikslok.

Aron Einar lék allan leikinn og átti sinn þátt í fyrra marki Campbell því það kom eftir langt innkast Akureyringsins. Heiðar Helguson kom inná sem varamaður fyrir Campbell á 82. mínútu.

Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn fyrir Úlfana en Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópnum.

Cardiff er nú með átta stiga forskot á næstu lið á toppi deildarinnar, og með leik til góða, þegar 12 umferðir eru eftir. Úlfarnir eru hins vegar í fallsæti, tveimur stigum frá botninum og tveimur stigum á eftir næsta liði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert