Suárez með þrennu og Liverpool í 7. sæti

Suárez fagnar marki á DW-vellinum í dag.
Suárez fagnar marki á DW-vellinum í dag. AFP

Liverpool gjörsigraði Wigan á DW-vellinumí lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Luis Suárez skoraði þrennu í 4:0 sigri og er þar með orðinn markahæstur í deildinni með 21 mark og tveggja marka forskot á Robin van Persie.

Stewart Downing kom Liverpool yfir strax á 2. mínútu eftir sendingu Brasilíumannsins Philippe Coutinho sem lagði einnig upp fyrsta mark Suárez. Suárez bætti við öðru marki úr skrautlegri aukaspyrnu í fyrri hálfleik og fullkomnaði þrennuna snemma í seinni hálfleiknum.

Liverpool komst þar með upp fyrir Swansea og WBA í 7. sæti deildarinnar en liðið er með 42 stig, þremur stigum á eftir Everton. Wigan er með 24 stig í 17. sæti og sleppur við að sitja í fallsæti út á markatölu.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90. Leik lokið.

88. Jordan Henderson var nálægt því að auka muninn í fimm mörk en skalli hans eftir hornspyrnu var varinn af varnarmanni á marklínu.

67. Wigan sækir að þessa stundina og þarf Pepe Reina að slá boltann burt á síðustu stundu þegar heimamenn eru við það að komast í gott færi. Annars ræður Liverpool lögum og lofum í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna.

49. MARK! - 0:4. Hvar endar þetta? Luis Suárez sleppur í gegnum vörn Wigan og afgreiðir knöttinn í netið á milli fóta Al Habsi. Þrenna hjá Suárez sem er nú búinn að skora 21 mark í úrvalsdeildinni, tveimur meira en Van Persie.

46. Seinni hálfleikur hafinn.

45. HÁLFLEIKUR

34. MARK! - 0:3. Liverpool gengur frá leiknum á rétt rúmum hálftíma. Gestirnir fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Luis Suárez tekur. Spyrnan fer af hausnum á Shaun Maloney og þaðan í stöngina og inn. Úrúgvæinn orðinn markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 20 mörk.

22. Þrusustemning í liði Wigan. Martin Atkinson, dómari leiksins, tekur James McArthur og Emerson Boyce á teppið fyrir að rífast innbyrðis. Það lá við handalögmálum á tímabili á milli samherjanna.

18. MARK! - 0:2. Varnarmenn Wiga ekki ekki möguleika í Coutinho sem fíflar þá hvað eftir annað. Nú setur hann einn varnarmanninn á rassinn og rennir boltanum inn fyrir vörn Wigan á Luis Suárez sem sendir Al Habsi í rangt horn og rúllar svo knettinum í netið. Suárez nú búinn að skora jafnmörg mörk og Robin van Persie í deildinni.

2. MARK! - 0:1. Þetta tók ekki langan tíma hjá gestunum frá Liverpool. Brassinn Philippe Coutinho með snilldar tilþrif og fallega fyrirgjöf sem Stewart Downing skallar einn og óvaldaður í netið af stuttu færi.

1. Leikurinn er hafinn.

Wigan: Al-Habsi, Scharner, Figueroa, Caldwell, Boyce, Beausejour, McCarthy, McArthur, Koné, Maloney, Di Santo.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Lucas, Allen, Gerrard, Downing, Coutinho, Suarez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert