Phil Neville þjálfar U21-landsliðið

Phil Neville í baráttu gegn Wayne Rooney.
Phil Neville í baráttu gegn Wayne Rooney. AFP

Phil Neville fyrirliði Everton, sem áður lék með Manchester United, verður Stuart Pearce innan handar við þjálfun enska U21-landsliðsins í sumar en liðið tekur þá þátt í úrslitakeppni EM í Ísrael dagana 5.-18. júní.

Starfið er hluti af þjálfaranámi Neville sem virðist ætla að feta sömu leið og bróðir sinn, Gary Neville, sem er hluti af þjálfarateymi enska A-landsliðsins.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig, að fá að vinna með bestu ungu leikmönnunum í U21-flokknum. Ég kynntist þessu aðeins gegn Belgíu og það voru eflaust þrír bestu dagar sem ég hef upplifað,“ sagði Neville en hann tók þátt í undirbúningi U21-landsliðsins fyrir leik við Belgíu í febrúar í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert