Jagileka næsti fyrirliði Everton

Jagielka fagnar marki með Leighton Baines.
Jagielka fagnar marki með Leighton Baines. AFP

Phil Jagielka, miðvörður Everton, verður næsti fyrirliði Everton en hann tekur við bandinu af Phil Neville sem yfirgefur félagið eftir átta ára veru á Goodison Park í sumar.

Það er alls óvíst hvort David Moyes verði áfram knattspyrnustjóri Everton en hann ákvað samt sem áður að gera Jagielka að fyrirliða næstu ára.

„Ef Phil Neville hefur ekki verið klár þá hefur Jagielka tekið ábyrgðina á sig og það mun hann gera áfram,“ segir Moyes.

„Hann er orðinn frábær miðvörður. Frammistaða hans talar fyrir sig sjálf. Nú þarf hann bara horfa til Phil og sjá hvernig hann ber sig á vellinum. Hann þarf að passa að öllum leikmönnunum líði vel og allir rói í sömu átt,“ segir David Moyes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert