Heiðruðu minningu fórnarlamba Hillsborough-slyssins

96 stuðningsmenn Liverpool létust í hinu hræðilega Hillsborough-slysi.
96 stuðningsmenn Liverpool létust í hinu hræðilega Hillsborough-slysi. AFP

Fjölskyldur þeirra 96 stuðningsmanna Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu hræðilega fyrir nákvæmlega 24 árum síðan komu saman á Anfield í dag til að heiðra minningu þeirra sem létust.

Auk fjölskyldna þeirra sem létust voru þúsundir annarra stuðningsmanna Liverpool mættar á Anfield í dag.

Fjöldinn sameinaðist í einnar mínútu þögn þar sem kveikt var á kerti til minningar um hvert fórnarlambanna, auk þess sem 96 blöðrum var sleppt á loft á meðan fólkið söng You'll Never Walk Alone.

Hillsborough-slysið varð á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í enska bikarnum 1989. Síðastliðið haust var kynnt ný skýrsla óháðrar nefndar um Hillsborough-slysið þar sem kom fram að slysið var ekki á nokkurn hátt stuðningsmönnunum sjálfum að kenna. í skýrslunni segir að hugsanlega hefði mátt bjarga 41 stuðningsmanni og voru lögregluyfirvöld harðlega gagnrýnd vegna lélegs skipulags og stjórnunar á mannfjöldanum.

Mikill fjöldi var samankominn á Anfield í dag.
Mikill fjöldi var samankominn á Anfield í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert