Toppliðin á ferðinni í kvöld

Leikmenn Manchester United eru langt komnir með að landa Englandsmeistaratitlinum.
Leikmenn Manchester United eru langt komnir með að landa Englandsmeistaratitlinum. AFP

Manchester United, Manchester City og Chelsea verða öll á ferðinni í kvöld þegar þrír leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fyrir leiki kvöldsins er United með 15 stiga forskot á City á toppi deildarinnar en United er með 80 stig eftir 32 leiki og City 65 eftir 31 leik. United-menn eru staðráðnir í að bæta stigamet Chelsea sem náði 95 stigum í úrvalsdeildinni 2004-05 en til þess má lítið sem ekkert út af bregða.

United sækir West Ham heim en Hamrarnir eru með 38 stig í 12. sæti deildarinnar, sjö stigum frá fallsæti. City fær aftur á móti Wigan í heimsókn en Wigan er í þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Loks eigast Fulham og Chelsea við í Lundúnaslag á Craven Cottage. Chelsea getur með sigri komist upp fyrir Arsenal í 3. sæti deildarinnar en Fulham er í 10. sæti.

Leikir kvöldsins:

18.45 West Ham - Manchester United
18.45 Manchester City - Wigan
19.00 Fulham - Chelsea

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert