David James: Liverpool betra án Suárez

David James ver mark ÍBV í sumar.
David James ver mark ÍBV í sumar. mbl.is/Ómar

David James, markvörður ÍBV, segir að Liverpool verður betra lið án úrúgvæska framherjans Luis Suárez sem vill ólmur komast frá félaginu. Liverpool hefur nú þegar hafnað tveimur stórum tilboðum Arsenal í leikmanninn.

James, sem spilaði lengi með Liverpool og enska landsliðinu, er viss um að liðið nái í Meistaradeildarsæti ef Suárez yfirgefur félagið.

„Hann er frábær fótboltamaður en það sem gerist í kringum hann finnst mér vandamál. Hann er hæfileikaríkur leikmaður, um það er engin spurning, en gerir hann liðið betra?“ segir James..

„Það er svo mikið sem hangir á Suárez að mér finnst það aftra liðinu frá því að þróast. Ég held að Liverpool geti, með því að láta hann fara, þróast á óútreiknanlegri hátt því það þarf þá að finna fleiri leiðir til að spila.“

„Sturridge kom og var næstmarkahæstur í liðinu á hálfri leiktíð og svo er þarna Steven Gerrard sem getur alltaf skorað þannig það þarf ekki að leggja svona mikla áherslu á einn leikmann.“

„Á síðustu leiktíð endaði Liverpool í 7. sæti en það getur gert betur á næsta tímabili án Suárez,“ segir David James.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka