Man. Utd kom til baka og vann Hull

Rooney skoraði 150. deildarmarkið fyrir United í dag.
Rooney skoraði 150. deildarmarkið fyrir United í dag. EPA

Manchester United vann þriðja deildarsigurinn í röð í dag þegar liðið lagði nýliða Hull City Tigers, 3:2, á KC-vellinum í Hull. Með sigrinum lyfti United sér upp í 6. sæti með 31 stig en níu leikir eru þó eftir í deildinni í dag.

Meistararnir lentu 2:0 undir í byrjun leiks en James Chester kom Hull yfir á 4. mínútu og Jonny Evans setti boltann í eigið net níu mínútum síðar.

En United var búið að jafna fyrir hálfleik. Chris Smalling skallaði aukaspyrnu Waynes Rooney í netið á 19. mínútu og Rooney skoraði svo sjálfur gullfallegt mark á 26. mínútu, 2:2. Þetta var jafnframt 150. deildarmark Rooneys fyrir United.

Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik og það gerði James Chester, leikmaður Hull. Því miður fyrir hann skallaði hann fyrirgjöf Ashleys Youngs í eigið net á 66. mínútu og þar við sat, 3:2.

90.+4 LEIK LOKIÐ!

90.+3 Á síðustu mínútu í uppbótartíma fær James Chester dauðafæri einn á móti De Gea vinstra megin við markið en Spánverjinn ver meistaralega.

90. RAUTT! Ekvadorinn Antonio Valencia brýtur á Huddlestone á gulu spjaldi en sleppur með gult að þessu sinni. En til að passa hann fái örugglega rautt spjald sparkar hann boltanum í burtu og er sendur í bað

87. Sagbo fer framhjá Evra hægra megin og reynir fyrirgjöf sem Danny Graham nær að skalla á markið en skallinn er laus og De Gea ver. Skömmu síðar fer De Gea í skógarferð en heimamenn ná ekki að koma boltanum í autt netið. Januzaj bjargar með góðri vörn.

85. Hull er ekki búið að gefast upp og reynir mikið af sendingum inn á teiginn. Liðið heldur boltanum ágætlega undir forystu Toms Huddlestones sem er búinn að vera langbesti leikmaður heimamanna í dag.

79. Man. Utd er betri aðilinn og heldur boltanum ágætlega. Heimamenn eru hvað helst hættulegir í föstum leikatriðum. En á meðan aðeins eitt mark skilur liðin að getur allt gerst.

66. MARK! - 2:3. Gestirnir eru komnir yfir. Ashley Young gefur boltann fyrir frá hægri og James Chester skallar hann í eigið net undir pressu frá Wayne Rooney. Chester kom Hull yfir á 4. mínútu og kemur nú United yfir á 66. mínútu.

63. SLÁIN! Alex Bruce hársbreidd frá því að koma heimamönnum yfir aftur en skalli hans í teignum smellur í þversláni.

61. Hvorugt liðið skapað sér almennilegt færi það sem af er seinni hálfleiks. Darren Fletcher lýkur leik í dag. Hernández kemur inn á í hans stað.

54. Heimamenn eru áfram stórhættulegir í föstum leikatriðum. Tom Huddlestone með góða hornspyrnu frá vinstri sem Curtis Davies nær að skalla en boltinn rétt framhjá.

46. Seinni hálfleikur hafinn. Steve Harper er kominn í mark Hull fyrir Alan McGregor.

45. Hálfleikur.

37. Leikurinn róast töluvert eftir fjöruga byrjun. Steve Harper, varamarkvörður Hull, heldur sér heitum því McGregor gengur augljóslega ekki heill til skógar.

26. MARK! - 2:2. United er búið að jafna og það er Wayne Rooney sem skorar 9. deildarmark sitt á leiktíðinni og það 150. fyrir Manchester United. Rooney fær sendingu frá Welbeck fyrir utan teig og hamrar boltann á lofti í netið. Glæsilegt mark og gestirnir búnir að jafna.

21. Alan McGregor, markvörður Hull, er sárþjáður eftir samstuð við Young rétt áðan en hann ver engu að síður fallegt skot Toms Cleverleys meistaralega í horn. Meistararnir að vakna eftir tvær vatnsgusur í andlitið í byrjun leiks.

19. MARK! - 2:1. Januzaj fiskar aukaspyrnu hægra megin við vítateig Hull. Rooney tekur spyrnuna og finnur Chris Smalling sem stekkur hæst og stangar boltann í netið. Flottur skalli hjá miðverðinum. Frábær byrjun á þessum leik.

18. Fyrsta færi United lítur dagsins ljós. Rafael gefur fyrir frá hægri og Valencia sneiðir boltann framhjá með höfðinu. Þetta er það síðasta sem Rafael gerir í dag því hann fer rakleiðis af velli vegna nárameiðsla. Adnana Januzaj kemur inn á í hans stað og tekur stöðu Valencia á hægri vængnum. Ekvadorinn fer í hægri bakvörðinn fyrir Brassann.

13. MARK! - 2:0. Varnarmönnum United gengur ekkert að koma boltanum úr teignum og hlutirnir fara svo úr öskunni í eldinn þegar skot Meylers fer í Jonny Evans og þaðan í netið. Vörn meistaranna algjörlega sofandi en frábær byrjun hjá Hull.

4. MARK! - 1:0. Heimamenn komast yfir. Hull fær hornspyrnu sem það á aldrei að fá en Alex Bruce, sonur knattspyrnustjórans, skallar boltann fyrir fætur James Chesters sem er einn og óvaldaður fyrir framan markið og þrumar knettinum upp í þaknetið. Munum að United vann 16 leiki og gerði eitt jafntefli á öðrum degi jóla undir stjórn Fergusons þannig það er ansi langt síðan Englandsmeistararnir töpuðu á þessum degi.

1. Leikurinn er hafinn.

Hull City: McGregor, Bruce, Chester, Davies, Elmohamady, Figueroa, Meyler, Huddlestone, Livermore, Graham, Sagbo
Man. Utd: De Gea, Rafael, Smalling, Evans, Evra, Valencia, Cleverley, Fletcher, Young, Rooney, Welbeck.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert