Áttum svör við öllu

Aron Kristjánsson segir sínum mönnum til í leiknum gegn Noregi …
Aron Kristjánsson segir sínum mönnum til í leiknum gegn Noregi í gær. AFP

„Við vorum vel undirbúnir fyrir þessa viðureign auk þess sem spennustigið var rétt í hópnum hjá okkur. Við komum mjög grimmir til leiks,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sem stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í landsleik á Evrópumeistaramóti í gær þegar það lagði Norðmenn, 31:26.

„Það var mikil grimmd í mönnum í upphafi leiksins. Þannig tókst okkur aðeins að slá Norðmenn út af laginu. Vörnin var frábær og markvarslan einnig sem gaf okkur kost á að refsa Norðmönnum með hraðaupphlaup. Auk þess var sóknarleikurinn beittur, var vel stýrt. Þar af leiðandi var um að ræða afar góðan leik hjá okkur að mörgu leyti,“ sagði Aron og greinilegt var að þungu fargi var honum létt í leikslok enda talsvert rætt í aðdraganda mótsins að óvissa ríkti um hvar styrkleiki liðsins væri.

Sjá nánar umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert