Everton rúllaði yfir Arsenal

Romelu Lukaku fagnar marki sínu í dag.
Romelu Lukaku fagnar marki sínu í dag. AFP

Everton rúllaði yfir Arsenal í Bítlaborginni Liverpool í dag er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur urðu 3:0.

Steven Naysmith, Romelu Lukaku skoruðu fyrir Everton í fyrri hálfleik og í þeim síðari gerði fyrrverandi Everton-maðurinn Mikel Arteta sjálfsmark.

Liðin sitja sem fyrr í fjórða og fimmta sæti deildarinnar, Arsenal er með stigi meira en Everton en hefur leikið einum leik meira þannig að Everton er í bullandi færi á fjórða sætinu.

90. LEIK LOKIÐ Sanngjarn og sannfærandi sigur Everton sem lék mun betur í dag.

87. Arsenal hefur sótt nokkuð stíft síðustu mínúturnar og freistar þess að laga stöðuna. Skot í þverslá og nokkrar hornspyrnur hafa verið síðustu mínúturnar, en engu að síður alveg ljóst að Everton fær stigin þrjú og verður stigi á eftir Arsenal og á leik til góða þegar flautað verður til leiksloka eftir nokkrar mínútur.

62. Þriðja mark Everton skráist trúlega sem sjálfsmark Arteta, sem kom fætinum í knöttinn á undan Mirallas og af honum fór hann í netið.

61. MARK! Staðan er 3:0. Þetta er að verða vandræðalegt fyrir Arsenal. Kevin Mirallas geystist upp völlinn óáreittur, lék skemmtilega við Naismith áður en hann skilaði boltanum í markið.

53. Kevin Mirrallas leikur sér að eldinum í öftustu víglínu en Everton-menn rétt náðu að hreinsa frá áður en sóknarmenn Arsenal komust á milli.

46. Síðari hálfleikur er hafinn.

45. Hálfleikur. Sanngjörn staða heimamanna í hálfleik.

34. MARK! Staðan er 2:0. Grunaði mig ekki! Romelu Lukaku gerði þetta frábærlega. Monreal var í bullinu í vörninni, Lukaku labbar framhjá honum, leggur boltann fyrir sig og þrumar boltanum í markið.

30. Everton sækir ógnarstíft að marki Arsenal. Mirrallas átti nú hörkuskot sem Szczesny varði frábærlega rétt út við stöng. Varnarleikur gestanna hefur ekki verið merkilegur og Everton er líklegri aðilinn til þess að bæta við marki en Arsenal að jafna.

14. MARK! Staðan er 1:0. Vörn Arsenal opnaðist upp á gátt, Romelu Lukaku komst í færi en skot hans var varið, frákastið barst hins vegar til Steven Naismith sem lagði boltann í autt markið.

2. Flott tilraun hjá Leon Osman. Tekur boltann á kassann og smellir honum í átt að fjærhorninu en rétt yfir.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Everton: Howard, Baines, Distin, Stones, Coleman, McCarthy, Barry, Osman, Naismith, Mirallas, Lukaku.

Arsenal: Szczesny, Monreal, Vermaelen, Mertesacker, Sagna, Flamini, Arteta, Rosicky, Podolski, Cazorla, Giroud.

Bacary Sagna í baráttu við markaskorarann Steven Naismith.
Bacary Sagna í baráttu við markaskorarann Steven Naismith. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert