Hvaða leiki eiga toppliðin eftir?

Leikmenn Liverpool fagna marki gegn Norwich í dag.
Leikmenn Liverpool fagna marki gegn Norwich í dag. AFP

Það stefnir allt í það að Liverpool hampi Englandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í 24 ár en eftir leiki dagsins er liðið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool og Chelsea eiga bæði þrjá leiki eftir en Manchester City, sem tekur á móti WBA annað kvöld, á fimm leiki eftir. Þá er líka hörkubarátta um fjórða sætið en aðeins munar einu stigi á Arsenal og Everton.

Leikirnir sem fimm efstu liðin eiga eftir eru:

Liverpool (80): Chelsea (h), Crystal Palace (ú), Newcastle (h)

Chelsea (75): Liverpool (ú), Norwich (h), Cardiff (ú).

Man City (71): WBA (h), C.Palace (ú), Everton (ú), Aston Villa (h), West Ham (h).

Arsenal (70): Newcastle (h), WBA (h), Norwich (ú)

Everton (69): Southampton (ú), Man City (h), Hull (ú)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert