Rémy féll á læknisskoðun hjá Liverpool

Loic Rémy er ekki á leið til Liverpool eftir vandkvæði …
Loic Rémy er ekki á leið til Liverpool eftir vandkvæði í læknisskoðun. AFP

Vandamál komu upp í læknisskoðun franska framherjans Loic Rémy hjá Liverpool, samkvæmt heimildum Sky Sports. 

Liverpool var búið að ná samkomulagi um kaupverðið á Rémy fyrir nokkru, en hefur nú dregið saman seglin vegna vandkvæða í læknisskoðun. Ekki er gefið upp hvað hrjáir framherjann, en það er nóg til þess að Liverpool er talið ætla að hætta við kaupin.

Rémy er samningsbundinn QPR en var í láni hjá Newcastle á síðustu leiktíð og er síðarnefnda félagið talið fylgjast grannt með gangi mála hjá framherjanum. Það væri ekki í fyrsta sinn sem Newcastle keypti leikmann sem félli á læknisskoðun hjá Liverpool, en annar franskur, Sylvain Marveaux gekk í raðir þeirra fyrir þremur árum eftir að hafa verið á leið til Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert