Müller hafnaði United í sumar

Thomas Müller hafði engan áhuga á því að yfirgefa Bayern …
Thomas Müller hafði engan áhuga á því að yfirgefa Bayern München. AFP

Þýski landsliðsmaðurinn Thomas Müller hafnaði því að ganga í raðir enska knattspyrnuliðsins Manchester United frá Bayern München. Fram kemur í þýska dagblaðinu Bild að Müller hafi ekki haft áhuga á vistaskiptum þrátt fyrir gott tilboð United.

„Ég vissi vel af tilboði United. Launin sem mér voru boðin voru stjarnfræðilega há. En Bayern er liðið mitt og ég vildi ekki skipta um lið,“ er haft eftir Müller sem skoraði 26 mörk í 51 leik fyrir Bayern á síðustu leiktíð og var svo einn lykilmanna í þýska landsliðinu sem varð heimsmeistari í Brasilíu í sumar.

Thomas Müller skrifaði nýlega undir nýjan samning við Bayern sem gildir til ársins 2019, en Müller hefur allan sinn meistaraflokksferil leikið með Bayern. Hann á að baki 56 landsleiki fyrir Þýskaland og hefur skorað 22 mörk, þar af skoraði hann 5 mörk á HM í Brasilíu í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert