Enski boltinn í beinni - sunnudagur

Radamel Falcao verður í eldlínunni með Manchester United í dag.
Radamel Falcao verður í eldlínunni með Manchester United í dag. AFP

Fjórir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar fimmtu umferðinni. Tveir leikir fara fram kl. 12:30 þegar Manchester United sækir nýliða Leicester City heim og Tottenham mætir liði W.B.A. í Lundúnum. Fylgst verður með gangi mála hér á mbl.is í ENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Í Manchester-borg fer fram risaslagur af bestu gerð þegar Manchester City fær lið Chelsea í heimsókn kl. 15 en að margra mati er um að ræða tvö bestu lið deildarinnar. Á sama tíma fer fram leikur Everton og Crystal Palace.

Leikir dagsins
12.30 Leicester - Manchester United
12.30 Tottenham - W.B.A
15.00 Everton - C. Palace
15.00 Manchester City - CHelsea.

Smellið á ENSKI BOLTINN Í BEINNI til að fara beint í lýsinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert