Ferdinand settur í bann fyrir ummæli á twitter

Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. AFP

Rio Ferdinand miðvörður enska úrvalsdeildarliðsins QPR var í kvöld úrskurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins og var sektaður um 25 þúsund pund.

Bannið er tilkomið vegna ummæla leikmannsins á twitter síðu sinni en hann var ekki sáttur við gagnrýni sem hann fékk á samskiptamiðlinum og svaraði hann með niðrandi orðum.

Auk leikbannsins og sektarinnar er Ferdinand gert skylt að mæta á sérstaka fræðslufundi sem enska knattspyrnusambandið stendur fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert