Misskildu van Gaal og meiðslin hjá Blind

Daley Blind fagnar marki.
Daley Blind fagnar marki. AFP

Svo virðist sem enskir íþróttafréttamenn, og Twitter-stjórnandi Manchester United, hafi verið of fljótir á sér áðan þegar þeir birtu fréttir um að Daley Blind, hollenski varnartengiliðurinn, yrði frá keppni í hálft ár.

Nú hefur komið á daginn að Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, mun hafa sagt að Blind yrði EKKI frá keppni í sex mánuði. Meiðslin séu ekki eins slæm og læknar félagsins hafi haldið í fyrstu. United hefur leiðrétt þetta og það rétt mun vera að Blind verður frá í talsverðan tíma en þó alls ekki svona lengi.

Upphaflega fréttin af Blind fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðlana og var komin á marga netmiðla, þar á meðal mbl.is, áður en það sanna kom í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert