„Er búinn að biðjast afsökunar“

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. AFP

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal var afar ósáttur með framferði franska framherjans Olivier Giroud í leiknum gegn QPR í gær.

Giroud fékk rautt spjald fyrir að skalla Nedum Onuoha varnarmann QPR og fer nú í þriggja leikja bann.

„Hann fékk verðskuldað rautt spjald. Hann drap hann ekki en hann snerti hann og átti ekki að gera það. Hann átt að stjórna skapi sínu. Giroud hefur beðist afsökunar. Hann veit að hann gerði mistök og ég þekki hann það vel að hann mun ekki gera þetta aftur og mun koma sterkari til baka,“ sagði Wenger en hans menn fögnuðu 2:1 sigri.

<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert