Til skammar að spila aftur

Gus Poyet, knattspyrnustjóri Sunderland.
Gus Poyet, knattspyrnustjóri Sunderland. AFP

Gus Poyet, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur bæst í hóp þeirra erlendu stjóra í ensku úrvalsdeildinni sem láta í ljós óánægju með mikið leikjaálag um jólin.

Sunderland tapaði 1:3 fyrr Hull í fyrradag og mætir Aston Villa í dag, 48 stundum síðar. „Ég veit að það er hefð að spila á öðrum degi jóla, og sætti mig alveg við það. Við eigum að halda því áfram. En að spila annan leik strax 28. desember er til skammar, þá ættum við alls ekki að spila," sagði Poyet við BBC.

Sunderland hefur aðeins unnið tvo af síðustu ellefu leikjum sínum í deildinni og er í fjórtánda sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert