Kompany svarar Scholes

Joe Hart, Vincent Kompany og Luis Suárez horfa á eftir …
Joe Hart, Vincent Kompany og Luis Suárez horfa á eftir boltanum fara inn í fyrra skiptið eftir mistök Kompany. AFP

Paul Scholes fyrrum miðjumaður Manchester United gagnrýndi belgíska miðvörðinn Vincent Kompany hjá Manchester City á meðan leik liðsins við Barcelona stóð í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudag en Barcelona vann leikinn 2:1.

Luis Suárez skoraði bæði mörk City en fyrra markið fékk hann nánast á silfurfati þar sem slakir varnartilburðir Kompany leiddu til þess að boltinn hrökk til Úrúgvæjans.

„Þetta var Kompany að kenna. Miðjumenn Barcelona vilja fá leikmenn til þess að elta boltann. Kompany fór fyrst í boltann en hann hafði ekki hugmynd hvar Suárez var,“ sagði Scholes meðal annars í lýsingunni en Belginn svaraði honum í dag í viðtali við The Guardian.

„Það er alltaf þannig að þegar úrslitin eru þér í hag þá segja menn að þú spilir vel. Svo lengi sem úrslitin verða okkur ekki hagstæð þá segir fólk að einhverjir leilkmenn í liðinu séu ekki að standa sig. Þetta er hluti af leiknum en þetta hefur engin áhrif á mig,“ sagði Kompany.

„En eins og ég hef sagt, við vorum mjög vonsiknir með fyrri hálfleikinn, og í síðari hálfleiknum þa vorum við óheppnir að missa mann af velli. Ég er mjög forvitinn að fá að vita hvernig leikurinn hefði annars orðið, því það leit út fyrir að við værum komnir aftur inn í leikinn,“ sagði Kopmany.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert