Verður Campbell næsti borgarstjóri?

Sol Campbell ásamt Ólafi Stefánssyni í Eyjum
Sol Campbell ásamt Ólafi Stefánssyni í Eyjum Ljósmynd/Sigurgeir

Sol Campbell fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins í knattspyrnu gæti orðið næsti borgarstjóri í London.

Þingmenn íhaldsflokksins hafa hvatt Campbell til að gera kost á sér í embættið en Boris Johnson lætur af störfum á næsta ári.

Sjálfur segist Campbell, sem 40 ára gamall, í viðtali við enska blaðið The Sun ekki hafa tekið neina ákvörðun en hann hefur sagst vilja hasla sér völl á pólitíska sviðinu.

Campbell vann á ferli sínum átta titla með sex mismunandi liðum. Hann vann til að mynda tvo Englandsmeistaratitla með Arsenal og þrjá bikarmeistaratitla. Þá lék hann 73 leiki með enska landsliðinu og skoraði í þeim eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert