Félagi Gylfa hné niður og fluttur á sjúkrahús

Bafetimbi Gomis var fluttur á sjúkrahús.
Bafetimbi Gomis var fluttur á sjúkrahús. AFP

Nokkur töf varð á leik Tottenham og Swansea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú fyrir nokkru eftir að Bafetimbi Gomis, framherji Swansea, virtist hníga niður án þess að nokkur væri nálægt honum.

Læknateymi beggja liða huguðu að Gomis sem lá hreyfingarlaus nokkuð lengi og tafðist leikurinn um rúmar sex mínútur vegna þessa, áður en hann var fluttur burt á börum og gefið súrefni. Fréttir herma að hann hafi verið fluttur beint á sjúkrahús.

Þetta er allavega í þriðja sinn sem Gomis lendir í svipuðu atviki, en nokkrum sinnum lenti hann í svipuðu árið 2009 þegar hann var leikmaður Lyon.

Uppfært

Swansea hefur staðfest að það leið yfir Gomis. Þetta sé ástand sem félagið hafi vitað um hjá honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert