Silva er á spítala (myndskeið)

Pellegrini á vellinum í dag.
Pellegrini á vellinum í dag. AFP

Mikið hefur rætt og ritað um framtíð Manuels Pellegrini, knattspyrnustjóra Manchester City, eftir afar slakt gengi liðsins að undanförnu. Liðið vann West Ham í dag en sigur liðsins var aðeins sá þriðji í níu leikjum en sjálfur vildi knattspyrnustjórinn ekkert tala um framtíð sína hjá félaginu.

Fylgst var með gangi mála í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI.

David Silva, sóknarmaður Manchester City, þurfti að fara af leikvelli eftir að Cheikhou Kouyaté gaf honum olnbogaskot en gera þurfti langt hlé á leiknum vegna þess.

„Hann (David Silva) er á spítala akkúrat núna og þeir eru að athuga hvort kinnbein hans hafi brotnað. Dómarinn var mjög nálægt þessu. Hann ákveður hvað gerist og gaf honum gult spjald. Ég vona að þetta hafi verið slys,“ sagði Pellegrini sem var ánægður með sigurinn.

„Það var mikilvægt að vinna þar sem við höfum tapað síðustu tveimur leikjum. Við verðum að halda áfram að vinna saman og það er mjög mikilvægt að enda eins ofarlega og hægt er á töflunni,“ sagði Pellegrini.

Brotið má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert