Villa-menn voru miklu betri

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, var afar svekktur eftir tap liðsins gegn Aston Villa í undanúrslitum enska bikarsins í dag. Rodgers sagði Villa-menn einfaldlega hafa verið betri í leiknum en hann kvartaði þó undan því að markið sem Mario Balotelli skoraði hefði ekki staðið en hann var ranglega flaggaður rangstæður.

„Þetta var slök ákvörðun. Aðstoðardómarinn er að horfa á línuna og ætti að sjá bakvörðinn sem gerði Mario klárlega réttstæðan. Þú þarft að fá þessa dóma með þér,“ sagði Rodgers.

„Steven Gerrard átti skalla sem bjargað var á línu en fyrir utan það vorum við of passífir. 

Við þurfum nú að berjast fyrir því að lenda í einu af efstu fjórum sætunum í deildinni. Okkur ber skylda til þess hjá þessu dásamlega félagi að berjast allt til endaloka,“ sagði Rodgers.

„Villa-menn voru miklu betri en við. Við vorum stressaðir af einhverjum ástæðum. Það hafði kannski áhrif á okkur hvað við vildum mikið vinna leikinn,“ sagði Rodgers.

Balotelli ranglega dæmdur rangstæður.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert