Á að bjóða liðinu út að borða

Harry Kane.
Harry Kane. AFP

Harry Kane framherji Tottenham náði þeim merka áfanga um helgina þegar hann varð fyrsti framherji liðsins til að ná að skora 30 mörk á einu tímabili fyrir liðið en það hefur ekki gerst síðan að Gary Lineker náði því tímabilið 1991-1992.

Knattspyrnustjóri Tottenham, Mauricio Pochettino segir að Kane skuldi liðsfélögum sínum að minnsta kosti eina máltíð fyrir það.

„Hann á að bjóða liðsfélögunum út að borða í vikunni. Þeir llögðu hart að sér að hjálpa honum að skora,“ sagði Pochettino.

En var Kane eitthvað að hugsa um metið hjá Lineker?

„Nei, eiginlega ekki. Eftir að ég skoraði 20 mörk þá setti ég markið á 30, 29 mörk hjá mér liðu eins og heil eilíf. Nú er ég búinn að ná því takmarki og er mjög ánægður. Ég þarf að setja nýtt makmið núna til loka tímabilsins“ sagði Kane.

Harry Kane hefur skorað 20 mörk í deildinni, 3 í deildarbikarnum og 7 í Evrópudeildinni á þessu tímabili auk eins landsliðsmarks.

Hér að neðan má heilan helling af mörkum frá Harry Kane á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert