Gylfi ekki sjálfum sér líkur

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea hafa unnið tvo af síðustu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og töpuðu um síðustu helgi fyrir þáverandi botnliði Leicester.

Ef marka má umfjöllun blaðamanns ESPN um málið þurfa lærisveinar Garry Monk að fá Gylfa Þór í gang, það sé lykillinn að bættri spilamennsku.

Max Hicks, blaðamaður ESPN, skrifaði greinina en tekur þó ekki fram að Gylfi Þór hefur verið að spila meiddur undanfarna mánuði og æfir aðeins með liðinu einu sinni í viku en engu að síður er áhugavert að sjá hvað hann hefur að segja.

„Sigurdsson, (hér eftir Gylfi) hefur ekki sjálfum sér líkur undanfarið. Hann hefur aðeins skorað eitt mark og gefið eina stoðsendingu í síðustu sjö leikjum miðað við fjögur mörk og átta stoðsendingar þar á undan,“ segir Max Hicks, blaðamaður ESPN en hann segir ástæður vera fyrir því.

Í fyrsta lagi nefnir hann slakar afgreiðslur liðsfélaga Gylfa. Átta af níu stoðsendingum Gylfa komu þegar að Wilfried Bony var í liðinu, nú er hann farinn í Manchester City. Gylfi og Bony náðu afspaklega vel saman en með Bony í liðinu skoraði liðið 1,25 mark í leik. Með Gomis í liðinu hefur það farið niður í 0,88 mörk í leik.

Önnur ástæða er breytt leikkerfi hjá Monk. „Gylfi spilar í sinni uppáhalds stöðu sem tía en fær ekki jafn mikið pláss. Það er ekki varnarmönnum andstæðinga hans að kenna, heldur liðsfélaga hans, Wayne Routledge,“ sagði Hicks.

Að nýja kerfið sem Monk notar, 4-3-1-2 verða þess valdandi að Wayne Routledge, sé að að  að gera það sama og Gylfi, að húka fyrir aftan framherjana, rétt eins og Gylfi.

Segir Hicks að Monk eigi frekar að nota Jefferson Montero, í stað Routledge til þess að fá meiri breidd í spilið.

„Monk er augljóslega hrifinn af Routledge en hann gæti þurft að leita annars staðar ef Gylfi og Swansea-liðið í heild sinni á að byrja að spila betur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka