Fellaini er þurr í svörum

Marouane Fellaini, ásamt Argentínumanninum Ángel di María.
Marouane Fellaini, ásamt Argentínumanninum Ángel di María. AFP

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United segir að leikurinn verði sérstakur fyrir Belgann stóra, Marouane Fellaini en liðið mætir fyrrum félagi hans, Everton á sunnudaginn.

„Ég spurði hann í dag og hann sagði, „þetta er leikur“ en ég held að hann vilji ekki viðurkenna það. Hann er mjög þurr í svörum sínum, en ég tel að þetta verði sérstakur leikur,“ sagði van Gaal í dag.

„Ég vona að stuðningsmennirnir (Everton) taki á móti honum eins og Chelsea-stuðningsmennirnir tóku á móti Juan Mata, mér líkaði það mjög. Það var frábært að sjá og ég vona að það verði þannig um helgina,“ sagði van Gaal.

Fellaini hefur verið einn besti leikmaður United-liðsins undanfarnar vikur og telur Hollendingurinn að hann sé nú að fá það besta úr honum þessa stóra miðjumanni.

„Ég er alltaf í samskiptum við leikmenn mína um knattspyrnusýn mína, um frammistöðu, um viðhorf og hegðun. Hver einasti leikmaður sem spilar fyrir Manchester United hefur gæði. Ég tel að Marouane Fellaini hafi gæði og við viljum að kostir hans séu ráðandi í liðinu,“ sagði van Gaal í viðtali við heimasíðu Manchester United.

Louis van Gaal.
Louis van Gaal. EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert