Líkir Pulis við Sir Alex Ferguson

Darren Fletcher fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins West Bromwich Albion, og fyrrum leikmaður Manchester United segir að það sé margt líkt með Tony Pulis núverandi stjóra sínum hjá WBA og fyrrum knattspyrnustjóra sínum hjá United, Sir Alex Ferguson.

„Knattspyrnustjórinn (Tony Pulis) er frábær og er af Sir Alex Ferguson-skólanum; er líkur honum á marga vegu. Hann gerir sömu kröfur til leikmanna innan sem utan vallar og er einnig mikill sigurvegari,“ sagði Fletcher.

Fletcher sagði einnig að allir leikmenn WBA vilji spila vel fyrir hann og vilji ekki bregðast honum rétt eins og var tilvikið hjá Manchester United undir stjórn Fergusons.

West Bromwich á erfiða leik eftir í ensku deildinni en liðið mætir Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal meðal annars í síðustu fimm leikjum sínum. 

Liðið hefur 36 stig í 13. sæti, átta stigum frá fallsæti.

Sjáðu viðtalið við Darren Fletcher hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert