Við vorum frábærir

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. AFP

„Við sköpuðum færi. Það sem varð okkur að falli var að nýta ekki þessi færi en það hefur verið gegnumgangandi vandamál hjá okkur á leiktíðinni. Mér fannst leikmennirnir frábærir og hugrekki þeirra að spila boltanum var mikið. Frammistöður nokkurra leikmanna voru framúrskarandi,“ sagði Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool eftir 0:0 jafnteflið gegn West Bromwich í dag.

Rodgers segir að frammistaðan hjá Liverpool hafi verið þess eðlis að undir eðlilegum kringumstæðum hefði það unnnið.

„Við eigum leik til góða, við verðum að elta og berjast en ef leikmennirnir spila eins og þeir gerðu í dag, þá myndu þeirra vinna í níu skipti af tíu. Við förum af sama sjálfstrausti í næsta leik í miðri vikunni,“ sagði Rodgers.

Liverpool er í 5. sæti með 58 stig. Manchester City hefur 64 stig í 4. sætinu en á leik gegn Aston Villa í dag. Manchester United hefur 65 stig í 3. sætinu.

„Við þurfum að treysta á önnur lið, við við getum aðeins gert okkar og það er ennþá ætlunin,“ sagði Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert