Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir

Þeir Emre Can, Steven Gerrard og Martin Skrtel gætu spilað …
Þeir Emre Can, Steven Gerrard og Martin Skrtel gætu spilað fyrir fáa stuðningsmenn Liverpool á þriðjudag. AFP

Stuðningsmenn Liverpool eru allt annað en sáttir við hátt miðaverð á leik liðsins gegn Hull. Mögulega verða engir stuðningsmenn félagsins á KC vellinum á þriðjudag.

The Spirit of Shankly samtökin, sem eru stuðningsmannasamtök stuðningsmanna Liverpool, segja í samtali við BBC að þau séu ósátt við miðaverðið.

Hull rukkaði stuðningsmenn Stoke og Burnley aðeins 16 pund fyrir miðann þegar félögin komu í heimsókn. Miðinn á Liverpool leikinn kostar hinsvegar 52 pund. „Það svíður svolítið að, af því að við styðjum Liverpool, þá eigum við að borga meira.“

Samtökin hafa ákveðið að sniðganga leikinn og hvatt aðra til að gera hið sama. Samtökin eru þegar búinn að hafa samband við fjölmarga stuðningsmenn og hafa fengið jákvæð viðbrögð við beiðninni. Það má því búast við spennandi leik en tómum stúkum þegar Hull tekur á móti Liverpool á þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert