Gerrard braut reglu númer eitt

Steven Gerrard lék sinn næstsíðasta leik fyrir Liverpool á Anfield í dag og skoraði sigurmarkið gegn QPR eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu skömmu áður. Hann var að vonum ánægður eftir leikinn.

„Ég vildi skora í dag og úr vítinu en ég skipti um skoðun (um hvert skotið ætti að fara) í aðhlaupinu, sem var afar kjánalegt af mér. Regla númer eitt þegar þú tekur víti er að breyta ekki til. Ég bætti þó upp fyrir klúðrið með því að skora, sem betur fer og hjálpaði liðinu að fá þrjú stig í dag,“ sagði Gerrard sem var ánægður með markið sitt.

„Já það var fínt, ég ég bara einn leik eftir á Anfield, það var gaman að skora í dag og ná sigurmarkinu en mikilvægari voru þó stigin þrjú fyrir liðið, sagði Gerrard sem fékk heiðursskiptingu í dag undir lok leiks og var klappað lof í lófa.

„Þessir stuðingsmenn hafa alltaf stutt mig og hafa hjálpað mér að gera mig að þeim leikmanni sem ég er í dag, ég þakka þeim fyrir stuðninginn,“ sagði Gerrard sem spilar sinn síðasta leik fyrir Liverpool á Anfield gegn Crystal Palace laugardaginn 16. maí næstkomandi.

„Ég hlakka virkilega til þess að spila þennan leik, það verður tilfinningaþrungið fyrir mig sjálfan og fjölskylduna,“ sagði Gerrard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert