Vissum að þeir myndu leggja rútunni

Louis van Gaal.
Louis van Gaal. AFP

Louis van Gaal knattspyrnustjori Manchester United sagðist hafa vitað það fyrirfram að Tony Pulis og lærisveinar hans í West Bromwich Albion myndu hreinlega leggja liðsrútunni fyrir framan teiginn hjá sér.

Fylgst var með gangi mála í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

WBA hafði betur í leiknum í dag, 1:0 en um er að ræða þriðja ósigur United-liðsins í röð.

„Við vissum fyrirfram að þeir myndu leggja rútunni, við urðum bara að takast á við það,“ sagði Louis van Gaal.

„Við fengum nóg af færum í síðari hálfleik sem þú þarft að klára. Þetta er núna þriðji leikurinn (sem liðið tapar í röð). Við þurfum að takast á við þetta en það er mjög erfitt,“ sagði Louis van Gaal.

Manchester United hefur 65 stig í 4. sætinu, fjórum meira en Liverpool í 5. sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir.

WBA bjargaði sér nánast frá falli með sigrinum í dag en liðið hefur 40 stig og er sjö stigum frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert